bazaaroddsson.is

Græn-Ferðaþjónusta og ferðamanna vandamál á Íslandi

Á Íslandi eru ferðamenn margir og fjöldi árlegra gesta um 2.2 milljónir sem er gríðarlegt magn miðað við fjölda íslenska íbúa sem eru um 350.000. Þessi aukning hefur stuðlað að endurreisn íslensks efnhagslífs á síðasta áratug, fjótlega eftir að allt hrundi. Með veikt hagkerfi, varð Ísland hagkvæmur ferðamannastaður, og ekki má gleyma því að það er búið miklum náttúrulegum aðdráttaröflum.

Á undarförnum árum virðist iðnaðurinn vera á ganga mjög vel utan frá, en mitt í þessu þjáist Ísland innan frá. Í dag er það talið meðal dýrustu landanna vegna verðbólgu sem kom til vegna ferðaþjónustu.

Minnkandi innstreymi ferðamanna er yfirgnæfandi, bæði á innviði landsins sem og heimamenn. Land sem hafði uppbyggingu til að styðja 350.000 manns fær nú nærri 2,5 milljónir gesta. Til að gera ástandið verra er mengun og skemmdarverk eitthvað sem stjórnvöld hafa hugann við. Ferðamenn eru að henda rusli út um allt land, dag og nótt. Um daginn sá ég myndband af hval sem gleypti plastpoka! Akstur utanvega er líka alltof algengur og við vitum öll mjög vel hversu brothætt jörðin er.

Vistkerfið er í hættu á Íslandi, sérstaklega vegna slátrun hvala til að fæða ferðamenn og útflutnings til Japan. Nú hafa hlutirnir skyndilega tekið á sig nýja mynd í átökunum á milli hvalveiðifyrirtækja og hvalaskoðara. Það er sorglegt að Ísland sé meðal þeirra þriggja ríkja sem drepa næst stærsta spendýr heims fyrir kjöt. Tölfræði sýnir að Ísland er að drepa þrisvar sinnum fleiri langreyða en lögin hafa sett fram sem sjálfbær mörk.

Heimildir benda til þess að það eru yfir 300.000 ferðamenn sem koma til að sjá hvalina. Kannski hljómar það betur fyrir gesti að fara í hvalaskoðun og sjá langreyð eða hrefnu frekar en að hafa hvalakjöt á matseðlinum. Mundu að Íslendingar sjálfir eru ekki stærstu neytendur hvalkjötsins; þau eru aðeins 350.000. Gestir landsins eru stærstu neytendur landsins.