bazaaroddsson.is

Bestu veitingastaðirnir á Íslandi

Gott veitingahús á Íslandi þarf ekki að kosta mikið. Þegar maður er í fríi í heillandi landi langar mann að ganga úr skugga um að nýta peningana sem best. Hér ætlum við að skoða ódýrarari valkosti veitingahúsa á Íslandi.

Durum, Reykjavík

Þetta er sætt lítið kaffihús með hollar máltíðir sem bragðast líka mjög vel. Það er með dýrindis úrval af pizzum og ef þú ert nálægt Durum kaffihúsinu að morgni til geturðu fengið fullbúinn enskan morgunmat með kaffi.

Yellow Restaurant, Selfoss

Þetta fallega veitingahús á Selfossi er skreytt á einfaldan en aðlaðandi hátt og maturinn er mjög vinsæll hjá bæði heimamönnum og ferðamönnum. Það eru ýmsir réttir í boði, þar á meðal núðlur, salat, karrý, sjávarfang og fleira. Starfsólkið er glaðlegt og hjálplegt og þér mun líða eins og heima hjá þér hvenær sem þú ákveður að borða á þessum stað.

BioBorgari, Reykjavík

Hver elskar ekki góða hamborgarabúllu? Þessi er alveg frábær, hægt er að finna allt þetta sígilda en til viðbótar eru einnig heilbrigðari valkostir í boði. Þetta veitingahús var opnað árið 2015 af tveimur bræðrum. Markmið þeirra er að bjóða upp á hágæða vörur úr bestu innihaldsefnum sem finnast og seldar eru á góðu verði.

Bókakaffið, Selfoss

Þetta er kaffihús þar sem þú getur notið þess að drekka te eða kaffi, borða ljúffenga köku og lesa bækur, hvað gæti verið betra en það? Þetta bókakaffi hefur yndislega notalegt andrúmsloft. Maturinn er einfaldur en góður og þú getur gleymt þér um stund þarna inni.

Kaffi Vínyl, Reykjavík

Ef þú ert vegan og þú hefur gaman af að hlusta á góða tónlist þá ætti þessi staður að vera himnaríki fyrir þig. Þetta er eini alveg vegan veitingastaðurinn í borginni, máltíðirnar eru ljúffengar, verðin eru lág, og þar er víðtækt vínyl plötusafn til að kanna. Hvernig er ekki hægt að elska þennan stað?