bazaaroddsson.is

Áhyggjur vegna örplasts í matvælum.

Eigendur veitingastaða á Íslandi geta orðið fyrir áhrifum vegna ástands í höfum heimsins vegna mikillar plastmengunar. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að það er miklu meira plast í sjónum en áður var gert ráð fyrir. Helsti sökudólgurinn er örlítið korn af plasti sem má finna í mörgum baðvörum, en þessar litlu agnir af plasti kallast örplast. Til þess að takast á við þetta hafa mörg lönd gefið út blátt bann á vörum sem innihalda örplast.

Matvælastofnanir hafa áhyggjur af því að þetta efni geti endað inni í fiskinum sem er borinn á borð fyrir almenning. Í rannsókn sem var gerð í febrúar 2018 fannst mikið magn af örplastsögnum í fiski sem var veiddur í norðvestur-Atlantshafi. Frá þeim tíma hefur ekki verið rannsakað frekar um áhrif á fiskeldi í kringum Ísland.

Margir vinsælustu veitingastaðirnir hér á landi sérhæfa sig í sjávarfangi. Enda er Reykjavík vel þekkt fyrir mikinn gæðafisk sem er borinn fram á veitingastöðum. Margt fólk ferðast sérstaklega til Íslands til þess að prófa einstakan fisk sem fjöldinn allur af veitingastöðum landsins bjóða upp á. Sumir eigendur veitingarstaða kunna að hafa áhyggjur af að tilkoma plastmengunar geti fælt viðskiptavini frá.

Hins vegar eru nokkrar jákvæðar breytingar sem gætu róað huga fólks. Eins og hjá vísindasamfélaginu, þar er verið að rannsaka heilsufarsvandamál sem tengjast langvarandi inntöku á örplasti. Hingað til hafa ekki fundist varanleg neikvæð áhrif efnisins á mannslíkamann.

Mannkynið stólar á plastnotkun meira en nokkru sinni fyrr. Þar af leiðandi halda höf heimsins áfram að safna plastefnum. Þetta vandamál virðist ekki sýna nein merki um að hverfa neitt bráðlega og mengaður fiskur verður viðvarandi vandamál í framtíðinni. Hingað til hefur þetta ekki haft áhrif á sölu á sjávarafurðum á Íslandi. En við munum sjá hvort þessi þróun muni gera viðskiptavinum ókleift að borða á þessum stöðum þegar vandamálið verður stærra.